Segja engar kosningar verða

Vopnaður aðskilnaðarsinni við borgina Slavyansk í austurhluta Úkraínu.
Vopnaður aðskilnaðarsinni við borgina Slavyansk í austurhluta Úkraínu. AFP

Forsetakosningar í Úkraínu „verða ekki að veruleika“ í Donetsk-héraði, segir sjálfskipaður ríkisstjóri svæðisins, sem tilheyrir hópi aðskilnaðarsinna. Forsetakosningar eiga að fara fram í Úkraínu 25. maí. Vestræn ríki segja kosningarnar gríðarlega mikilvægar til að koma á friði í landinu.

Denis Pushilin, sjálfskipaður ríkisstjóri í „Lýðveldinu Donetsk“ eins og aðskilnaðarsinnar kalla það, segir að engar forsetakosningar muni fara þar fram. Þá segir hann ekki rétt sem fram hefur komið í fjölmiðlum að íbúar svæðisins muni kjósa inngöngu í Rússland í næstu viku. Íbúarnir hafa þegar kosið um aðskilnað frá Úkraínu. Mikill meirihluti kaus um helgina með aðskilnaði en nú er óljóst hvað verður í framhaldinu.

Kosningin um helgina var ólík þeirri sem fram fór á Krímskaga á dögunum. Þá var ljóst að héraðsstjórnin vildi sameinast Rússlandi. „Við vitum ekki hvað mun gerast, eða hver mun verða leiðtogi okkar,“ segir íbúi í samtali við AFP-fréttastofuna. 

Um 4,7 milljónir manna búa í Donetsk-héraði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka