Meirihlutinn ber ekki traust til ESB

AFP

Meirihluti íbúa ríkja Evrópusambandsins ber ekki traust til sambandsins samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem gerð var á vegum þess. Þannig segjast 59% ekki treysta Evrópusambandinu en tæpur þriðjungur, eða 32%, segist bera traust til sambandsins.

Mest vantraust er í garð Evrópusambandsins á Kýpur (74%), í Portúgal (70%), á Ítalíu (69%) á Spáni (67%) og í Bretlandi (66%). Mest traust á sambandinu er í Eistlandi og Rúmeníu (58%), Finnlandi (50%) og Belgíu og Möltu (49%).

Þegar hins vegar spurt var um afstöðu fólks til Evrópusambandsins sagðist rúmur þriðjungur, eða 34%, hafa annaðhvort mjög eða frekar jákvæða afstöðu til Evrópusambandsins. Þar af 4% mjög jákvæða.

Hins vegar sögðust 26% hafa frekar eða mjög neikvæða afstöðu til sambandsins. Þar af 6% mjög neikvæða. 38% sögðust hins hvorki hafa jákvæða né neikvæða afstöðu til þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert