Norðmenn fagna 200 ára sjálfstæði

Norski fáninn
Norski fáninn Norden.org

Þjóðhátíðardagur Norðmanna er í dag en 200 ár eru síðan landið fékk sjálfstæði. Óslóarbúar fagna í blíðu á meðan íbúar í Tromsø verða að sætta sig við rigningu.

Í Ósló er margt um að vera, skrúðganga á Karl Johan götunni sem fjölmörg börn taka þátt í og ganga í takt við blástur lúðrasveitar. Heilsað er upp á konungsfjölskylduna sem heilsar upp á gesti og gangandi af svölum hallarinnar. 

Hægt er að fylgjast með dagskránni á norsku fjölmiðlunum, svo sem Aftenposten, norska ríkisútvarpinu og Verdens Gang.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert