Seldi verðlaunin upp í skuldir

Wikipedia

Þýsk­ur sund­kappi greip til þess ráðs að selja verðlauna­pen­ing­ana sem hún fékk á ólymp­íu­leik­um á upp­boði á net­inu til þess að greiða niður skuld­ir upp á 100 þúsund evr­ur eða sem nem­ur rúm­lega 15 millj­ón­um króna. 

Fram kem­ur á frétta­vefn­um Thelocal.de að Sandra Völ­ker hafi selt silf­ur­pen­ing sem hún fékk á ólymp­íu­leik­un­um í Atlanta árið 1996 á 28 þúsund evr­ur og tvenn bronsverðlaun frá sömu leik­um fyr­ir sömu upp­hæð sam­an­lagt. Þá seldi hún sund­föt­in sín frá leik­un­um á 150 evr­ur og sund­tíma fyr­ir 460 evr­ur.

Völ­ker, sem er fer­tug að aldri, sagði miklu fargi af sér létt. Hún væri sátt við niður­stöðuna. Fram kem­ur enn­frem­ur í frétt­inni að hún hafi þjáðst af þung­lyndi eft­ir að sund­ferli henn­ar lauk og lent í fjár­hags­vand­ræðum í fram­hald­inu í tengsl­um við íbúðar­kaup.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

  • Engin mynd til af bloggara Wil­helm Em­ils­son: ESB
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert