Vilhjálmur líkti Pútín við Hitler

Karl Bretaprins og Camilla eiginkona hans.
Karl Bretaprins og Camilla eiginkona hans. AFP

Breskir þingmenn hafa komið Karli Bretaprins til varnar og sagt hann hafa fullan rétt til þess að tjá skoðanir sínar eftir að ummæli Karls þar sem hann líkir aðgerðum Pútíns í Úkraínu við verk Adolfs Hitlers hafa ratað í fjölmiðla. 

Prinsinn lét hin meintu ummæli falla þegar hann var í skoðunarferð á safni í Halifax í Kanada í samtali við pólska konu sem flúði undan nasistum í barnæsku. „Ég hafði nýlokið við að sýna honum safnið og var að tala við hann um fjölskyldu mína og um það hvernig ég kom til Kanada,“ sagði hin 78 ára gamla Marienne Ferguson við breska dagblaðið Daily Mail. „Þá sagði prinsinn: „Og nú er Pútín að gera það sama og Hitler.““

Ummælin hafa ratað í fjölmiðla víða um heim og í rússneskum fjölmiðlum er sagt að þau séu til þess fallin að flækja samband Bretlands og Moskvu enn frekar. 

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur neitað að tjá sig um ummælin, en sagði þó að allir ættu rétt á sinni eigin persónulegu skoðun.

Ed Miliband, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sagði Karl hafa sitthvað til síns máls og taldi hann vera frjálsan til þess að viðra áhyggjur sínar þar um.

Konungsfjölskyldan hefur ekki viljað tjá sig um málið en talsmenn þeirra segja að yfirlýsingar um persónuleg samtöl verði ekki gefnar út.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert