Obama fór í gönguferð

Ferðamenn í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, og aðrir vegfarendur urðu afar hissa í dag þegar þeir mættu Barack Obama Bandaríkjaforseta á gönguferð. Að vísu umkringdan lífvörðum auk þess sem blaðamenn voru með í för. Hafði forsetinn tekið skyndiákvörðun um að skreppa í gönguferð frá Hvíta húsinu að húsakynnum innanríkisráðuneytisins en tvær húsaraðir eru þar á milli.

Fram kemur í frétt AFP að Obama hafi gefið sér tíma á leiðinni til þess að ræða við hóp ferðamanna frá Ísrael og Kína. Þegar komið var að innanríkisráðuneytinu flutti Obama stutta ræðu og sneri síðan aftur til Hvíta hússins fótgangandi. Hann heilsaði nokkrum ferðamönnum á leiðinni til baka sem og karlmanni sem rekur pylsustand. Hópi ferðamanna brá nokkuð þegar forsetinn kallaði til þeirra hvernig þeir hefðu það.

„Við getum heilsast. Ég bít ekki,“ sagði Obama áður en hann gaf sig á tal við hóp grunnskólabarna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka