Kaupsýslumaður tekinn af lífi

Dæmdur maður tekinn af lífi í Íran.
Dæmdur maður tekinn af lífi í Íran. AFP

Íranskur kaupsýslumaður var tekinn af lífi í morgun eftir að hafa verið fundinn sekur um að hafa staðið á bak við svikamyllu upp á 2,6 milljarða dollara. Fram kemur í frétt AFP að um stærsta mál sinnar tegundar sé að ræða í sögu landsins.

Kaupsýslumaðurinn, Mahafarid Amir Khosravi, var tekinn af lífi með hengingu í Evin-fangelsinu í Tehran höfuðborg Íran. Hann var sakfelldur fyrir spillingu, mútur og peningaþvætti. Málið kom fyrst upp árið 2011. Khosravi keypti ásamt bræðrum sínum 40 fyrirtæki í gegnum falsaða pappíra sem þeir urðu sér úti um hjá nokkrum stórum bönkum með því að múta stjórnendum þeirra.

Tuttugu manns í það minnsta hafa verið handteknir í tengslum við málið. Flestir standa frammi fyrir löngum fangelsisdómum. Þrír aðrir hafa verið dæmdir til dauða vegna málsins samkvæmt fréttinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert