Þjóðarframleiðslan aukin með vændi og eiturlyfjum

Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu
Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu mynd/AFP

Hag­stofa Ítal­íu, Istat, mun héðan í frá nota töl­ur af svört­um markaði við út­reikn­ing þjóðarfram­leiðslu lands­ins. Með þeirri breyt­ingu ætti verg þjóðarfram­leiðsla Ítal­íu að hækka um 1,3% og þar með mun Ítal­ía ná mark­miðum Evr­ópu­sam­bands­ins um skulda­hlut­fall þjóða. 

Regl­ur Evr­ópu­sam­bands­ins banna þjóðum að eyða meira en 3% af þjóðarfram­leiðslu. Á þessu ári reikn­ar rík­is­stjórn­in með því að eyða um 2,6% af þjóðarfram­leiðslu en með breyt­ing­un­um á út­reikn­ing­un­um mun skap­ast svig­rúm til þess að auka út­gjöld.

Að sögn Istat munu út­reikn­ing­arn­ir meðal ann­ars inni­halda töl­ur um smygl á áfengi og tób­aki. Stofn­un­in bæt­ir því þó við að slík­ir út­reikn­ing­ar muni reyn­ast afar flókn­ir enda erfitt að leggja mat á stærð ólög­legra og óskráðra viðskipta. Svarta hag­kerfið á Ítal­íu er talið vera mun stærra held­ur en í flest­um öðrum Evr­ópu­lönd­um. Sam­kvæmt töl­um ít­alska seðlabank­ans var stærð þess árið 2012 um 10,9% af vergri þjóðarfram­leiðslu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert