Danski þjóðarflokkurinn með mest fylgi

Kristian Thulesen Dahl, leiðtogi Danska þjóðarflokksins.
Kristian Thulesen Dahl, leiðtogi Danska þjóðarflokksins. Folkteinget.dk

Danski þjóðarflokkurinn er sigurvegari kosninganna til Evrópuþingsins í Danmörku samkvæmt útgönguspá sem gerð var fyrir danska ríkisútvarpið og fær 23% fylgi ef þær ganga eftir. Þetta kemur fram í frétt AFP en kosningunum lauk í dag.

Fram kemur í fréttinni að Jafnaðarmannaflokkur Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, verði í öðru sæti samkvæmt útgönguspánni og fái 20,2%. Frjálslyndi flokkurinn Venstre er í þriðja sæti með 17,2%.

Gangi útgönguspáin eftir fær Danski þjóðarflokkurinn þrjá af 13 þingmönnum Danmerkur á Evrópuþinginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert