Evrópuþingskosningunum lýkur í dag

Seinasti dagur kosninganna til Evrópuþingsins er í dag og verður kosið í 21 landi, þar á meðal í Frakklandi, Þýskalandi og á Ítalíu.

Kosningarnar hófust á fimmtudaginn en síðan þá hefur verið kosið í sjö löndum, að því er segir í frétt AFP.

Öl úrslit verða síðan birt nú í kvöld.

Spár um að Frelsisflokkur Geerts Wilders í Hollandi myndi vinna á í kosningunum virðast ekki hafa gengið eftir. Kosið var í Hollandi á fimmtudag og benda útgönguspár til þess að flokkurinn hafi fengið 12,2% atkvæða og þrjú Evrópuþingsæti. Flokkurinn var með fimm sæti og hafði verið spáð allt að sex sætum í kosningunum nú með fimmtán til átján prósenta kjörfylgi.

Allt bendir hins vegar til þess að spár um gott gengi breska sjálfstæðisflokksins UKIP hafi gengið eftir. Kosið var til Evrópuþingsins í Bretlandi a´fimmtudag en samhliða fóru fram sveitarstjórnarkosningar í hluta landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert