Krefst þess að þing verði leyst upp

Marina Le Pen í höfuðstöðvum Þjóðfylkingarinnar í kvöld.
Marina Le Pen í höfuðstöðvum Þjóðfylkingarinnar í kvöld. Mynd/AFP

Það stefn­ir allt í það að Þjóðfylk­ing­in (Front Nati­onal), und­ir stjórn Mar­inu Le Pen, vinni stór­sig­ur í Evr­ópuþing­kosn­ing­un­um í Frakklandi. Sam­kvæmt út­göngu­spám fær flokk­ur­inn 25% at­kvæða og yrði það í fyrsta sinn í sög­unni sem flokk­ur­inn bæri sig­ur úr být­um í kosn­ing­um til Evr­ópuþings.

Hinn stóri stjórn­ar­and­stöðuflokk­ur­inn, mið-hægri­flokk­ur­inn UMP, fær sam­kvæmt út­göngu­spánni 20,6% at­kvæða en Sósí­al­ista­flokk­ur Franço­is Hollande fær ein­ung­is 14,1%. Sam­kvæmt þessu fær Þjóðfylk­ing­in 24 sæti á Evr­ópuþing­inu, sam­an­borið við 3 sæti í síðustu kosn­ing­um. UMP fær 19 sæti og Sósí­al­ist­ar fá 13. 

„Fólkið í land­inu hef­ur sagt með lýðræðis­leg­um hætti að það vilji end­ur­heimta stjórn á eig­in ör­lög­um,“ sagði Le Pen í höfuðstöðvum flokks­ins og hlaut mikið lófa­klapp við und­ir­spil þjóðsöngs Frakka, Marseillaise. „Fólkið krefst þess að ákv­arðanir fyr­ir Frakka verði tekn­ar af Frökk­um,“ bætti Le Pen við. Þjóðfylk­ing­in hef­ur það á stefnu­skrá sinni að Frakk­ar gangi úr Evr­ópu­sam­band­inu. Niður­stöður kosn­ing­anna fela að henn­ar mati í sér að Frakk­ar hafni Evr­ópu­sam­band­inu.

Sig­ur Le Pen-fjöl­skyld­unn­ar

Mar­ina Le Pen var sjálf í fram­boði í noðvest­ur­hluta Frakk­lands og þar hlaut Þjóðfylk­ing­in um 32% at­kvæða. Sam­býl­ismaður henn­ar, Lou­is Aliot, var í fram­boði í Suðvest­ur-Frakklandi þar sem flokk­ur­inn hlaut 23,7% og faðir Mar­inu, Jean-Marie Le Pen, var í fram­boði í suðaust­ur­hlut­an­um og þar fékk flokk­ur­inn 28,9%. Jean-Marie, sem er jafn­framt einn stofn­enda Þjóðfylk­ing­ar­inn­ar, hélt ekki aft­ur af orðum sín­um þegar út­göngu­spá­in birt­ist. „Það verður að leysa upp þjóðþingið,“ sagði hann og beindi þeim kröf­um að for­sæt­is­ráðherra lands­ins, Manu­el Valls, að hann segði af sér.

Sjá frétt The Tel­egraph

Mynd/​AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert