Grýtt til dauða af eigin fjölskyldu

Frá Lahore í Pakistan
Frá Lahore í Pakistan Mynd/AFP

Pakistönsk kona var grýtt til dauða af eig­in fjöl­skyldu í borg­inni Lahore í dag. Um 20 ætt­ingj­ar kon­unn­ar réðust á hana með stein­um og kylf­um fyr­ir utan dómsal í borg­inni. Ástæðan fyr­ir árás­inni er að sögn lög­manns henn­ar að hún gift­ist manni sem fjöl­skyld­an sætti sig ekki við. 

Faðir kon­unn­ar hafði í kjöl­far brúðkaups þeirra höfðað mál gegn eig­in­manni henn­ar fyr­ir mann­rán. Var málið til meðferðar fyr­ir dóm­stól­um þegar árás­in átti sér stað. Þegar hjón­in komu gang­andi skutu fjöl­skyldumeðlim­ir henn­ar byssu­skot­um upp í loftið og reyndu að nema hana á brott. Þegar hún sýndi mótþróa réðust þau á hana með fyrr­greind­um af­leiðing­um.

Faðir­inn viður­kenndi heiðurs­morð

Eig­inmaður henn­ar seg­ir í sam­tali við AP-frétta­stof­una að þau hafi kynnst eft­ir að fyrri eig­in­kona hans lést. Átti hann fimm börn úr fyrra sam­bandi. „Ég held að fjöl­skyld­an hafi verið að reyna að ná út úr mér pen­ing­um áður en þau ætluðu að þvinga hana til þess að gift­ast ein­hverj­um öðrum,“ sagði maður­inn. 

Faðir kon­unn­ar gaf sig fram við lög­reglu eft­ir morðið og viður­kenndi að hafa framið „heiðurs­morð.“

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mann­rétt­inda­sam­tök­um í Pak­ist­an voru um 869 kon­ur myrt­ar svo­kölluðum heiðurs­morðum á síðasta ári. Heiðurs­morð er það nefnt þegar fjöl­skyldumeðlim­ir myrða konu fyr­ir að vilja ekki gift­ast þeim sem fjöl­skyld­an vel­ur. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert