Færeyski fjallagarpurinn Arne Vatnhamar komst á topp Everest fjalls á sunnudaginn. Er hann fyrsti Færeyingurinn sem kemst á toppinn á þessu hæsta fjalli heims.
Eins og mbl.is greindi frá fyrr í mánuðinum er Arne meðal þeirra sem sneru ekki til baka eftir að mannskætt slys varð við Everest í síðasta mánuði þar sem sextán leiðsögumenn, létust í miklu snjóflóði sem féll við fjallið.
Samkvæmt Facebook síðu ferðarinnar komst Arne á toppinn um klukkan 8 á sunnudagsmorgunn. Var hann búinn að undirbúa sig í fimm ár fyrir ferðina og lýsir hann á Facebook hversu magnað það hafi verið að koma færeyska fánanum á toppinn.
Á Facebook síðunni kemur jafnframt fram að leiðin niður hafi ekki gengið vel, þar sem Arne þjáist af lungabólgu. Þar að leiðandi tekur ferðin niður lengri tíma en áætlað var, en talið er að Arne komi til Kathmandu, höfuðborgar Nepals, 30. eða 31. maí n.k.