14 létust þegar þyrla var skotin niður

Bardagar geisa í austurhluta Úkraínu.
Bardagar geisa í austurhluta Úkraínu. AFP

Olexander Túrtsjínov, fráfarandi forseti Úkraínu, segir að 14 hafi látið lífið þegar herþyrla var skotin niður skammt frá borginni Slaviansk í austurhluta Úkraínu í dag. Fram hefur komið að liðsmenn aðskilnaðarsinna beri ábyrgð á því að granda þyrlunni.

Túrtsjínov segir að aðskilnaðarsinnarnir hafi skotið þyrluna niður með rússneskum loftvarnabyssum. Þá segir hann að hátt settur hershöfðingi sé á meðal þeirra sem létust. 

Harðir bardagar hafa geisað í Slaviansk á undanförnum vikum á milli aðskilnaðarsinnar og stjórnarhersins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert