Bashar Al-Assad, forseti Sýrlands, sigraði með yfirburðum í forsetakosningunum í Sýrlandi í dag. Þetta kom fram í tilkynningu frá forseta sýrlenska þingsins fyrir stuttu.
Assad hlaut 88,7% atkvæða en mótherjar hans 4,3% og 3,2% í kosningunum sem vestrænir leiðtogar hafa kallað „farsa“. Þrír hafa þegar látist í fagnaðarlátum stuðningsmanna Assads er þeir skutu úr byssum í höfuðborginni Damaskus.