D-dagsins minnst með tilþrifum

Stórsýning með listflugi og leikurum sem túlkuðu innrásina í Normandí var sett á svið í gær í tilefni D-dagsins svonefnda þegar sjötíu ár voru liðin frá því að banda­menn réðust inn í Frakk­land til að brjóta her­nám nas­ista í Evr­ópu á bak aft­ur.

Fjölmargir þjóðarleiðtogar og hundruð aldraðra upp­gjafa­her­manna eru nú stödd í Normandí í Frakklandi til að taka þátt í hátíðahöldunum.

Inn­rás­ar­flot­inn við Normandí var sá stærsti í hernaðar­sögu ver­ald­ar, því um 160.000 her­menn frá Bretlandi, Banda­ríkj­un­um og Kan­ada réðust til inn­göngu á norður­strönd Frakk­lands hinn 6. júní 1944 bæði úr lofti og á legi. 500 her­skip, 3.000 land­göngupramm­ar og 2.500 aðstoðar­skip voru í flot­an­um.

Áætlað er að um 2.500 af her­mönn­um banda­manna hafi látið lífið þenn­an dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert