Gasdeilunni lokið fyrir lok vikunnar?

Porósjenkó og Pútín
Porósjenkó og Pútín ALEXANDER ZEMLIANICHENKO

Viðræðum sem ætlað er að afstýra útflutningsbanni á gasi frá Rússlandi til Úkraínu hófust í dag en markmiðið er að binda enda á gasdeiluna fyrir lok vikunnar. 

Fundirnir fara fram í Brussel og Kænugarði og teljast fyrsta raunverulega þolraun hins nýkjörna forseta Úkraínu, Pedros Porósjenkós, sem heitið hefur trúnaði við Evrópusambandið og lofað að standa vörð um landsvæði Úkraínu.

Á sunnudag lofaði hann að binda enda á átökin sem kostað hafa yfir tvö hundruð manns lífið í þessari viku. Þá staðfesti hann eftir að hafa svarið embættiseið í Kænugarði á laugardag að Úkraína myndi skrifa undir sögulegt samkomulag við Evrópusambandið og þannig losa sig undan klóm Rússa áður en mánuðurinn væri á enda.

Gjalddagi á miðvikudag

Viðræðunum í gasdeilunni verður stjórnað af Evrópusambandinu en gjalddagi á skuld sem hljóðar upp á fjóra milljarða bandaríkjadala er á miðvikudag. Rússar hafa hótað að stöðva útflutning á gasi til Úkraínu verði reikningurinn ekki greiddur fyrir þann tíma.

Úkraína hefur hins vegar neitað að greiða reikninginn í mótmælaskyni við ákvörðun Rússa um að nærri tvöfalda verð á gasinu í kjölfar þess að átökin milli þjóðanna tveggja hófust.

Um fimmtán prósent af öllu gasi í Evrópu frá Rússlandi fer í gegnum leiðslur í Úkraínu og kappkostar Evrópusambandið nú að hindra að deilan fari í sama farveg og hún gerði á árunum 2006 og 2009 þegar gasútflutningur Rússa í Úkraínu var minnkaður um helming vegna vangoldinna reikninga.

Verði gasútflutningur stöðvaður myndi það hafa skelfilegar afleiðingar á efnahag landsins en alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur þegar áætlað að hagvöxtur muni dragist saman um fimm prósent á þessu ári.

Um fimmtán prósent af öllu gasi í Evrópu frá Rússlandi …
Um fimmtán prósent af öllu gasi í Evrópu frá Rússlandi fer í gegnum leiðslur í Úkraínu AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert