Bush eldri níræður í dag

George H.W. Bush
George H.W. Bush AFP

Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, George H.W. Bush, fagnar níutíu ára afmæli í dag en hann var 41. forseti Bandaríkjanna. Hann gegndi embættinu 1989-1993 en sonur hans og nafni, George Bush, var forseti Bandaríkjanna 2001-2009.

Þeir tíu forsetar Bandaríkjanna sem hafa lifað lengst:

1. Gerald Ford, 93 ára og 165 daga en hann lést 26. desember 2006.

2. Ronald Reagan, 93 ára og 120 daga en hann lést 5. júní 2004.

3. John Adams, 90 ára og 247 daga. Hann lést 4. júlí 1826.

4. Herbert Hoover, 90 ára og 71 dags. Lést 20. október 1964.

5. George H.W. Bush; 90 ára. 

6. Jimmy Carter, 89 ára og 254 daga gamall.

7. Harry Truman, 88 ára og 232 daga en hann lést 26. desember 1972.

8. James Madison, 85 ára og 104 daga en hann lést 28 júní 1836.

9. Thomas Jefferson, 83 ára og 82 daga en hann lést 4. júlí 1826.

10. Richard Nixon, 81 árs og 103 daga en hann lést 22. apríl 1994.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert