Uppreisnarmenn hliðhollir Rússum skutu niður herflugvél í austurhluta Úkraínu og er talið að 49 hermenn hafi látist í árásinni.
Samkvæmt upplýsingum BBC úr varnarmálaráðuneyti Úkraínu var flugvélin, sem er af Il-76 gerð, skotin niður yfir Luhansk. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að um hryðjuverk hafi verið að ræða og að hryðjuverkamennirnir hafi látið skothríðina dynja á vélinni.
Vélin var á leið til lendingar í Luhansk og voru bæði hermenn og hergögn um borð í flutningavélinni.