Karlmaður lét lífið í gær þegar hann varð fyrir eldingu þar sem hann var staddur fyrir utan kirkjugarð í bænum Latina á Ítalíu sem er skammt suður af höfuðborginni Róm en stormviðri var á svæðinu þegar atburðurinn átti sér stað.
Fram kemur á fréttavefnum Thelocal.it að ekki hafi tekist að lífga hann við þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir sjúkraflutningamanna. Ennfremur segir að veðurfar á svæðinu í kringum Róm hafi verið vont að undanförnu með miklum rigningum og þrumuveðri. Þá hafi flóð hrjáð íbúa hluta borgarinnar. Búist er við að veðrið skáni ekki fyrr en í næstu viku.