Sprengjumaðurinn í gæsluvarðhaldi

Maðurinn sem handtekinn var í Stokkhólmi í gærkvöldi eftir að hafa hótað að sprengja upp höfuðstöðvar sænska Íhaldsflokksins og Jafnarmannaflokksins hefur verið útskurðaður í gæsluvarðhald til hádegis á mánudag.

Lögregla gerði húsleit í Stokkhólmi í gær í tengslum við hótunina. Maðurinn gekk inn í byggingu sem hýsir meðal annars höfuðstöðvar flokkanna og tilkynnti að hann væri með sprengju innanklæða. Maðurinn gafst upp fyrir lögreglu í gærkvöldi eftir viðræður milli hans og lögreglumanna. Engin sprengja fannst á manninum eða í byggingunni.

Lögregla sat um manninn um á sjöttu klukkustund áður en hann gafst upp, en hann reyndist þá ekki hafa haft neitt sprengiefni á sér. Maðurinn var handtekinn og verður ákærður fyrir hafa valdið ótta með hótunum.

Ekki er vitað ná­kvæm­lega hvað gekk mann­in­um til en hann virt­ist eiga eitt­hvað sök­ótt við stjórn­mála­flokk­ana í land­inu.

Lögregla lokaði stóru svæði á Gamla Stan í gær. Lokanirnar komu illa við marga en Svíar fagna sumarsólstöðum um helgina og áttu erindi í verslanir í hverfinu.

Manninum hafði ekki verið úthluta lögfræðingi í morgun. Rannsókn á vettvangi er að ljúka. Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi til hádegis á mánudag.

Frétt mbl.is: Sprengjumaður­inn í Stokk­hólmi hand­tek­inn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert