Sprengjumaðurinn í gæsluvarðhaldi

Maður­inn sem hand­tek­inn var í Stokk­hólmi í gær­kvöldi eft­ir að hafa hótað að sprengja upp höfuðstöðvar sænska Íhalds­flokks­ins og Jafn­ar­manna­flokks­ins hef­ur verið út­skurðaður í gæslu­v­arðhald til há­deg­is á mánu­dag.

Lög­regla gerði hús­leit í Stokk­hólmi í gær í tengsl­um við hót­un­ina. Maður­inn gekk inn í bygg­ingu sem hýs­ir meðal ann­ars höfuðstöðvar flokk­anna og til­kynnti að hann væri með sprengju innan­k­læða. Maður­inn gafst upp fyr­ir lög­reglu í gær­kvöldi eft­ir viðræður milli hans og lög­reglu­manna. Eng­in sprengja fannst á mann­in­um eða í bygg­ing­unni.

Lög­regla sat um mann­inn um á sjöttu klukku­stund áður en hann gafst upp, en hann reynd­ist þá ekki hafa haft neitt sprengi­efni á sér. Maður­inn var hand­tek­inn og verður ákærður fyr­ir hafa valdið ótta með hót­un­um.

Ekki er vitað ná­kvæm­lega hvað gekk mann­in­um til en hann virt­ist eiga eitt­hvað sök­ótt við stjórn­mála­flokk­ana í land­inu.

Lög­regla lokaði stóru svæði á Gamla Stan í gær. Lok­an­irn­ar komu illa við marga en Sví­ar fagna sum­arsól­stöðum um helg­ina og áttu er­indi í versl­an­ir í hverf­inu.

Mann­in­um hafði ekki verið út­hluta lög­fræðingi í morg­un. Rann­sókn á vett­vangi er að ljúka. Maður­inn sit­ur í gæslu­v­arðhaldi til há­deg­is á mánu­dag.

Frétt mbl.is: Sprengjumaður­inn í Stokk­hólmi hand­tek­inn

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert