17 ára ökuþór handsamaður

Audi - Hin stolna bifreið var af Audi gerð og …
Audi - Hin stolna bifreið var af Audi gerð og olli gríðarlegum skarkala Ómar Óskarsson

Eftir hraðskreiðan eltingaleik við lögreglu var 17 ára ökuþór, sem stal bíl í Genf og olli fjölmörgum umferðarslysum, handsamaður á miðvikudag.

Bílstjórinn sem um ræðir er búsettur í Frakklandi en er færeyskur að uppruna. Lögregluyfirvöld voru fyrst látin vita af glæpnum þegar Audi bíll sást aka á móti umferð nálægt borginni Saint-Prex í Sviss.

Eftirför lögreglu náði þegar mest lét 200 kílómetra hraða og Audi bíllinn umræddi klessti á fimm aðrar bifreiðar áður en loksins tókst að stöðva hann. Ökumaður Audi bílsins var fluttur á spítala svo hægt væri að gera að meiðslum hans áður en hann færður í fangaklefa.

Fréttamiðillinn The Local greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert