Hundruð fallið í átökum við skæruliða

Íraskir sjálfboðaliðar sem hafa boðist til að berjast gegn skæruliðunum …
Íraskir sjálfboðaliðar sem hafa boðist til að berjast gegn skæruliðunum sem herja á landið. AFP

 Hundruð íraskra hermanna hafa fallið á undanförnum dögum í áhlaupi herskárra súnní-múslíma víðsvegar um landið. Þetta segir upplýsingafulltrúi hersins.

Þetta er í fyrsta sinn sem herinn gefur upplýsingar sem þessar frá því að árásir hryðjuverkamannanna hófust þann 9. júní.

Yfirvöld í Írak hafa gefið út yfirlýsingar um að hundruð skæruliða hafi fallið í átökum við her landsins en hefur hingað til ekki veitt upplýsingar um mannfall í eigin röðum.

Hópur sem kallar sig ISIS hefur herjað á borgir víðsvegar um landið og tekið þar völdin. Árásirnar hafa verið gerðar í fimm héruðum landsins. 

Árásirnar komu íraska hernum í opna skjöldu og hann hefur nú tekið til varna en á í erfiðleikum með að ná tökum á ástandinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert