Albanía formlega umsóknarríki

AFP

Ráðherr­aráð Evr­ópu­sam­bands­ins samþykkti á fundi sín­um í Lúx­emburg í dag að veita Alban­íu form­lega stöðu um­sókn­ar­rík­is að sam­band­inu.

Stækk­un­ar­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, Stef­an Fu­hle, sagði ákvörðun­ina vera viður­kenn­ingu á þeim ár­angri sem stjórn­völd í Alban­íu hefðu náð við að inn­leiða nauðsyn­leg­ar um­bæt­ur og hvatn­ingu til þess að gera bet­ur. Fram­kvæmda­stjórn sam­bands­ins hafði áður gefið grænt ljós fyr­ir sína parta.

„Enn er langt í aðild að Evr­ópu­sam­band­inu en þetta er mik­il­vægt skref og það er nokkuð sem Alban­ía á fylli­lega skilið,“ er haft eft­ir Vesna Pusic, Evr­ópu­málaráðherra Króa­tíu, á frétta­vefn­um Eu­obser­ver.com.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert