Hafa náð stærstu olíuhreinsunarstöðinni

00:00
00:00

Súnní-skæru­liðar í Írak hafa náð und­ir sig helstu olíu­hreins­un­ar­stöð lands­ins, í Bajiji sem er norður af höfuðborg­inni, Bagdad.

Bar­ist hef­ur verið um hreins­un­ar­stöðina í tíu daga en hreins­un­ar­stöðin sér um að út­vega þriðjung af því eldsneyti sem kem­ur frá Írak. Vegna átaka um hreins­un­ar­stöðina hef­ur verð á eldsneyti hækkað tölu­vert í heim­in­um, seg­ir í frétt BBC.

Það eru hryðju­verka­sam­tök­in ISIS sem hafa náð yfir stóru landsvæði norður og vest­ur af Bagdad að und­an­förnu, þar á meðal ann­arri stærstu borg lands­ins, Mosúl.

John Kerry, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, kom í gær til Bagdad til viðræðna við ráðamenn og trú­ar­leiðtoga. Mun mark­mið hans ekki síst vera að reyna að fá Nuri al-Maliki for­sæt­is­ráðherra til að koma á raun­veru­legu sam­starfi við súnní-mús­líma um að verj­ast ISIS.

Talsmaður Malikis sagði í gær að „hundruð“ íraskra her­manna hefðu fallið í átök­un­um við ISIS.

Furðu hef­ur vakið hve litla mót­spyrnu íraski stjórn­ar­her­inn hef­ur veitt þótt hann sé marg­falt fjöl­menn­ari en ISIS, bet­ur vopn­um bú­inn og þjálfaður af Banda­ríkja­mönn­um.

Að sögn New York Times er drjúg­ur hluti stjórn­ar­hers­ins í reynd tal­inn ófær um að berj­ast, kjarkinn skorti. Útbreidd spill­ing og mis­tök Malikis, sem hef­ur nær ein­göngu skipað yf­ir­menn úr röðum sjía-mús­líma, hafi grafið und­an hern­um.

TO GO WITH AFP STORY BY CAROLINE HENSHAW (FILES) This …
TO GO WITH AFP STORY BY CAROL­INE HENS­HAW (FILES) This photo taken on March AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert