Írland er besta land í heimi

Írar geta sannarlega glaðst, enda eru þeir í efsta sæti …
Írar geta sannarlega glaðst, enda eru þeir í efsta sæti yfir þau lönd sem eru best í heimi.

Írland er besta land heims meðan Finnland, Sviss og Holland koma þar á eftir. Ísland er í 17. sæti, fjórum sætum á undan Bandaríkjunum, sem eru í 21. sæti. Fyrir utan Nýja Sjáland skipa Evrópulönd tíu efstu sætin og eru einnig fjölmörg þar á eftir. Þetta eru niðurstöðvar rannsóknar sem Simon Anholt, ráðgjafi í stefnumótun og hugmyndasmiður á bakvið vísitölu góðra landa, hefur unnið. Hún var kynnt nýlega á ráðstefnu Ted, en hægt er að sjá heildarniðurstöðurnar hér. 

Í viðtali við vef Ted samtakanna segir hann að hugmyndin með vísitölunni hafi verið að finna út hvað það sé sem fólk sækist eftir í gjörðum og framkomu ákveðinni landa. Hann segir að það hafi ekki verið ríkidæmi, náttúra, völd eða hversu nýtískuleg þau eru sem heillaði mest, heldur hveru góð fólk taldi löndin vera. 

Hann hóf því að taka saman gífurlegt magn upplýsinga frá 125 löndum, en þar er meðal annars horft til framtíðarhorfa og jafnréttis, heilbrigðis og vellíðan, tækni og vísinda, stöðugleika, framlag til friðar á alþjóðavettvangi og náttúruspora.

Vandamálið við útreikning vísitölunnar er að hún notast við ákveðinn fjölda gagnasafna sem ná bara til ákveðinna málaflokka. Þannig dettur Ísland niður um þónokkuð mörg sæti þegar kemur að framtíðarhorfum vegna þess að erlend fjárfesting Íslendinga nú um stundir er lítil vegna gjaldeyrishafta. Það skilar okkur í 101. sæti almennt varðandi framtíðarhorfur og erum við þar nokkuð neðar en Egyptaland, Yemen, Angóla og Lesoto. 

Ísland skorar aftur á móti nokkuð hátt í öðrum málaflokkum og í heild erum við í efsta sæti þegar kemur að náttúru og loftslagi og í 15. sæti yfir aðkomu að stöðugleika í heiminum.

Í viðtalinu er haft eftir Anholt að hugmyndin með þessu hafi fyrst og fremst verið að vekja fólk til umhugsunar um samfélagslega ábyrgð landa og reyna að byggja upp menningu þar sem þegnar landa horfa með svipuðum augum til ríkisstjórna og þau gera þegar þeir ákveða að kaupa ekki hjá ákveðnum verslunum eða vera í viðskiptum við ákveðin fyrirtæki vegna þess að þau leggja ekki sitt af mörkum til samfélagsins. „Ég vildi fá venjulegt fólk, ekki stjórnmálamenn, til að byrja að hugsa um það hvort að lönd væru góð eða ekki,“ segir Anholt.

Írar eru meðal annars í efsta sæti þegar kemur að …
Írar eru meðal annars í efsta sæti þegar kemur að framtíðarhorfum og jafnrétti. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert