Sneri við dauðadómi

Aftaka í Íran - mynd úr safni
Aftaka í Íran - mynd úr safni Afp

Hæstiréttur Kína sneri við dauðadómi yfir konu sem drap eiginmann sinn sem hafði beitt hana hrottalegu ofbeldi. Áður hafði hann beitt fyrri eiginkonur svipuðu ofbeldi.

Hefur hæstiréttur sent dóminn aftur í hérað í Sichuan en þar hafði Li Yan verið dæmd til dauða fyrir að hafa barið eiginmann sinn til dauða árið 2010. Málið hefur vakið upp spurningar um rétt eiginkvenna í Kína sem eru þolendur heimilisofbeldis af hálfu maka.

Árið 2009 giftist Li Tan Yong sem hafði áður gengið í skrokk á þremur fyrrverandi eiginkonum, samkvæmt upplýsingum frá mannréttindasamtökum sem hafa fylgst með málinu. Meðal þess sem Li fékk að kanna á af hálfu eiginmannsins var að hann sparkaði í hana og barði, slökkti í sígarettum á andliti hennar, læsti hana inni án matar og læsti hana úti á svölum í frosti. Eins klippti hann af henni fingur. Í nóvember 2010 réðst hann á hana með loftbyssu en þá var henni nóg boðið og hún barði hann til bana með byssuskeftinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert