„Frábær dagur fyrir Evrópu“

Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, forseti Úkraínu, Petro Porosénkó …
Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, forseti Úkraínu, Petro Porosénkó og Herman Van Rompuy forseti leiðtogaráðs ESB AFP

Evrópusambandið undirritaði í dag samning við Úkraínu, Georgíu og Moldavíu. Með samningnum eru lögð drög að frekara samstarfi ríkjanna þriggja, sem áður voru hluti Sovétríkjanna, við ESB.

„Þetta er frábær dagur fyrir Evrópu... Evrópusambandið stendur með ykkur í dag enn frekar en áður,“ sagði Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, við undirritun samningsins í morgun. 

Hann segir ekkert í samningnum sem geti komið Rússum illa en leiðtogar ESB hafa ítrekað reynt að sannfæra rússnesk yfirvöld um að Rússar þurfi ekki að óttast samninginn sem felur meðal annars í sér aukin stjórnmála- og viðskiptatengsl ríkjanna þriggja og ESB. Stjórnvöld í Rússlandi hafa hins vegar fordæmt samkomulagið og segja það hafa slæm áhrif á efnahag og innviði landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert