Angela Merkel Þýskalandskanslari minntist í dag þýskra hermanna sem reyndu að ráða Adolf Hitler af dögum og vottaði þeim virðingu sína. Í ár eru 70 ár liðin frá því að hið svokallaða 20. júlí tilræði átti sér stað, en þar reyndu herforingjar úr innsta hring Hitlers í samstarfi við andspyrnuhreyfinguna að sprengja hann í loft upp í Rastenburg í Prússlandi. Þeir ætluðu sér síðan að taka yfir stjórn Þýskalands og semja um frið við hersveitir bandamanna, en þeir nefndu áætlunina „Valkyrjuaðgerðina“.
Maður að nafni Claus von Stauffenberg kom skjalatösku með sprengju fyrir undir borði sem Hitler sat við og átti hún að verða hans bani. Valkyrjuaðgerðin fór hins vegar út um þúfur, sprengjan varð þremur herforingjum að bana en Hitler komst undan. Von Stauffenberg var hins tekinn af lífi nokkrum dögum síðar ásamt fleirum og stríðið hélt áfram.
Merkel mun vígja sýningu til minnis um tilræðið á minnisathöfn um þýsku andspyrnuhreyfinguna á þriðjudaginn.