Bannað að blóta í Rússlandi

Vladimír Pútín.
Vladimír Pútín. AFP

Frá og með gærdeginum er bannað að blóta í sjónvarpi, leikritum og bókum í Rússlandi. Einnig er bannað að blóta á almannafæri. Í frétt breska dagblaðsins Independent segir að gagnrýnendur laganna segi þau brjóta í bága við tjáningarfrelsið.

Vladimír Pútín, forseti Rússlands samþykkti lagafrumvarpið í maí. Samkvæmt lögunum er hægt að sekta hvern þann sem blótar á almannafæri um 2.500 rúblur, rúmlega 8 þúsund krónur. 

Samkvæmt lögunum er bannað að sýna kvikmyndir sem blótað er í og einnig þarf að vara við því sérstaklega á bókakápum komi blótsyrði fyrir í bókum.

Með banninu vilja rússnesk stjórnvöld vernda tungumálið. 

Rússneska dagblaðið Izvestiya segir að  Roskomnadzor, stofnun sem hefur eftirlit með fjölmiðlum í Rússlandi, muni nota sérstakt forrit til að leita að blótsyrðum í greinum á netinu. Þá mun forritið líka finna blótsyrði komi þau fyrir í athugasemdakerfum fjölmiðla.

Sjá fyrri frétt mbl.is: Rússar banna blót með lögum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert