Han Solo fær ekki vegabréf

Harrison Ford sem Han Solo
Harrison Ford sem Han Solo Mynd / Wikipedia

Vandræði með að fá útgefin vegabréf eru ekki bundin við Ísland eins og breskur karlmaður hefur fengið að reyna. Dominic Kimberley breytti nefnilega nafni sínu í Han Solo og samkvæmt reglum í Bretlandi fær hann ekki vegabréf út á nafn sem byggt er á sögupersónu.

Greint hefur verið frá vandræðum íslensku stúlkunnar Harriet sem fær ekki vegabréf þar sem mannanafnanefnd neitar að viðurkenna nafn hennar sem íslenskt. Fjölskyldu hennar tókst þrátt fyrir það að bjarga sumarfríinu í Frakklandi þar sem bresk yfirvöld gáfu út neyðarvegabréf fyrir Harriett, en faðir hennar er breskur.

Han Solo er í sömu vandræðum nema það eru bresk yfirvöld sem neita að gefa út vegabréf hans. Engu að síður er hann með greiðslukort skráð á nafn sitt. „Svona í fullri einlægni þá langaði mig að vita hversu auðvelt það er að breyta nafni sínu,“ segir Solo í viðtali við dagblaðið Birmingham Mail. „Þegar ég kynni mig sem Han Solo bresta flestir í hlátur en félagar mínir kalla mig þó enn Dom.“

Solo sem er 34 ára segist sannur aðdáandi Star Wars kvikmyndanna, en ein aðal söguhetjan í myndunum er téður Han Solo.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert