Núverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, nýtur þess vafasama heiðurs að vera versti forseti landsins frá lokum seinni heimstyrjaldar, samkvæmt nýrri könnun.
Könnunin var unnin við Quinnipiac-háskólann en samkvæmt henni telja 33% aðspurða að Obama sé lélegasti þjóðarleiðtoginn í 70 ár. 28% aðspurðra nefndu forvera hans í starfi, George W. Bush.
Samkvæmt gögnum Quinnipiac töldu 35% aðspurðra að Ronald Reagan, sem var forseti frá 1981 til 1989, þann besta og 18% nefndu Bill Clinton sem besta forsetann frá stríðslokum. 15% nefndu John F. Kennedy.