Obama þykir sá lélegasti

Barack Obama
Barack Obama AFP

Nú­ver­andi  for­seti Banda­ríkj­anna, Barack Obama, nýt­ur þess vafa­sama heiðurs að vera versti for­seti lands­ins frá lok­um seinni heimstyrj­ald­ar, sam­kvæmt nýrri könn­un.

Könn­un­in var unn­in við Quinnipiac-há­skól­ann en sam­kvæmt henni telja 33% aðspurða að Obama sé lé­leg­asti þjóðarleiðtog­inn í 70 ár. 28% aðspurðra nefndu for­vera hans í starfi, Geor­ge W. Bush.

Sam­kvæmt gögn­um Quinnipiac töldu 35% aðspurðra að Ronald Reag­an, sem var for­seti frá 1981 til 1989, þann besta og 18% nefndu Bill Cl­int­on sem besta for­set­ann frá stríðslok­um. 15% nefndu John F. Kenn­e­dy.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert