Obama þykir sá lélegasti

Barack Obama
Barack Obama AFP

Núverandi  forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, nýtur þess vafasama heiðurs að vera versti forseti landsins frá lokum seinni heimstyrjaldar, samkvæmt nýrri könnun.

Könnunin var unnin við Quinnipiac-háskólann en samkvæmt henni telja 33% aðspurða að Obama sé lélegasti þjóðarleiðtoginn í 70 ár. 28% aðspurðra nefndu forvera hans í starfi, George W. Bush.

Samkvæmt gögnum Quinnipiac töldu 35% aðspurðra að Ronald Reagan, sem var forseti frá 1981 til 1989, þann besta og 18% nefndu Bill Clinton sem besta forsetann frá stríðslokum. 15% nefndu John F. Kennedy.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert