Fordæma morðið á piltinum

00:00
00:00

Palestínsk og ísra­elsk stjórn­völd hafa for­dæmt morðið á sautján ára göml­um palestínsk­um pilt, Mohammed Abu Khda­ir, sem var myrt­ur aðfar­arnótt miðviku­dags. Útför hans fer fram í dag.

Eld­fimt ástand er í Jerúsalem og víðar vegna morðsins sem er talið hafa verið framið í hefnd­ar­skyni fyr­ir morð á þrem­ur ísra­elsk­um pilt­um í síðasta mánuði.

Palestínsk­ir skæru­liðar á Gaza hafa skotið nokkr­um eld­flaug­um yfir til Ísra­el í nótt og Ísra­els­her svarað með loft­árás­um á Gaza.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Ísra­els­her skutu skæru­liðar um tutt­ugu flaug­um og sprengj­um yfir landa­mær­in og voru skot­mörk þeirra vopna­verk­smiðjur og æf­inga­búðir hers­ins. 

Ashraf Al Qi­dra, sem starfar í heil­brigðisráðuneyt­inu á Gaza, seg­ir í sam­tali við BBC að tíu Palestínu­menn hafi særst í loft­árás­um Ísra­els­manna og flutt­ir á sjúkra­hús.

Í Jerúsalem kom til átaka á milli palestínskra ung­menna og ísra­elsku lög­regl­unn­ar. Hundruð grímu­klæddra Palestínu­manna köstuðu grjóti á óeirðarlög­reglu sem svaraði með því að skjóta gúmmí­kúl­um og beita tára­gasi.

For­sæt­is­ráðherra Ísra­els, Benjam­in Net­anya­hu, for­dæmdi  morðið á pilt­in­um sem hann sagði fyr­ir­lit­legt. Hann hvet­ur bæði Palestínu­menn og Ísra­ela til þess að taka ekki lög­in í sín­ar hend­ur. Fjöl­skylda eins ísra­elsku pilt­anna þriggja sem fund­ust látn­ir á mánu­dags­kvöldið for­dæmd­ir einnig morðið og seg­ir að hefnd­armorð séu skelfi­leg.

Frá því Khda­ir var myrt­ur aðfar­arnótt miðviku­dags hafa að minnsta kosti 65 særst í átök­um, meðal ann­ars vegna skotsára og af því að fá gúmmí­kúl­ur í sig. Þar á meðal eru sex blaðamenn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert