Telja öryggi fylgja evrusvæðinu

Bronislaw Komorowski, forseti Póllands.
Bronislaw Komorowski, forseti Póllands. AFP

Háttsettir embættismenn Póllands kölluðu eftir því í dag formleg umræða verði hafin í landinu á næsta ári um upptöku evrunnar þar í landi. Þar er um að ræða forseta Póllands, Bronislaw Komorowski, fjármálaráðherra þess, Mateusz Szczurek, og seðlabankastjóra, Marek Belka.

Fram kemur á fréttavefnum Euroserver.com að Pólverjum hafi ekki legið á að taka upp evruna til þessa en talið sé að innlimun Rússlands á Krímskaga hafi leitt til þess að stjórnvöld í Póllandi hafi litið svo á að ákveðið öryggi fælist í aðild að evrusvæðinu.

Pólverjar gengu í Evrópusambandið árið 2004 en samkvæmt inngönguskilmálum þeirra ber þeim að taka upp evruna þegar efnahagslegar aðstæður leyfa. Efnahagserfiðleikarnir á evrusvæðinu juku hins vegar ekki áhuga þeirra á að taka upp gjaldmiðilinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert