Dæmdir fyrir heiðursmorð

Mohammad Iqbal eiginmaður Parveen heldur á mynd af eiginkonu sinni.
Mohammad Iqbal eiginmaður Parveen heldur á mynd af eiginkonu sinni. AAMIR QURESHI

Dóm­stóll í Pak­ist­an hef­ur nú dæmt fimm menn fyr­ir morðið á Farz­ana Par­veen. Meðal þeirra dæmdu er faðir Par­veen og tveir bræður henn­ar. Par­veen var 25 ára göm­ul þegar hún var grýtt til dauða með múr­stein­um og kylf­um fyr­ir utan dóm­stól í borg­inni Lahore í maí mánuði. Hún hafði ný­lega gifts manni sem þóknaðist ekki fjöl­skyldu Par­veen og var jafn­framt kom­in þrjá mánuði á leið með sitt fyrsta barn. 

Morðið vakti mikla reiði um all­an heim og setti heiðurs­morð, sem eru al­geng í Pak­ist­an, í sviðsljósið. Einnig var það gagn­rýnt harðlega að lög­reglu­menn sem voru vitni að árás­inni á Par­veen gerðu ekk­ert til þess að hjálpa henni eða eig­in­manni henn­ar. Þeim hef­ur nú verið vikið úr starfi. 

Menn­irn­ir fimm sem voru dæmd­ir í dag tengd­ust all­ir kon­unni. Ásamt föður henn­ar og tveim­ur bræðrum, voru jafn­framt frænd­ur henn­ar og fyrr­ver­andi eig­inmaður dæmd­ir fyr­ir morð, pín­ing­ar og hryðju­verk. Þetta staðfesti rann­sókn­ar­lög­reglumaður­inn Mian Zulfiq­ar við frétta­stof­una AFP.

Sam­kvæmt frétt breska rík­is­út­varp­inu um málið voru fram­in 869 heiðurs­morð í Pak­ist­an á sein­asta ári. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert