Dæmdir fyrir heiðursmorð

Mohammad Iqbal eiginmaður Parveen heldur á mynd af eiginkonu sinni.
Mohammad Iqbal eiginmaður Parveen heldur á mynd af eiginkonu sinni. AAMIR QURESHI

Dómstóll í Pakistan hefur nú dæmt fimm menn fyrir morðið á Farzana Parveen. Meðal þeirra dæmdu er faðir Parveen og tveir bræður hennar. Par­veen var 25 ára göm­ul þegar hún var grýtt til dauða með múrsteinum og kylfum fyrir utan dómstól í borginni Lahore í maí mánuði. Hún hafði nýlega gifts manni sem þóknaðist ekki fjölskyldu Parveen og var jafnframt komin þrjá mánuði á leið með sitt fyrsta barn. 

Morðið vakti mikla reiði um allan heim og setti heiðursmorð, sem eru algeng í Pakistan, í sviðsljósið. Einnig var það gagnrýnt harðlega að lögreglumenn sem voru vitni að árásinni á Parveen gerðu ekkert til þess að hjálpa henni eða eiginmanni hennar. Þeim hefur nú verið vikið úr starfi. 

Mennirnir fimm sem voru dæmdir í dag tengdust allir konunni. Ásamt föður hennar og tveimur bræðrum, voru jafnframt frændur hennar og fyrrverandi eiginmaður dæmdir fyrir morð, píningar og hryðjuverk. Þetta staðfesti rannsóknarlögreglumaðurinn Mian Zulfiqar við fréttastofuna AFP.

Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpinu um málið voru framin 869 heiðursmorð í Pakistan á seinasta ári. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert