Fordæma ofbeldi Ísraelsmanna

Ísraelskir hermenn í Jerúsalem.
Ísraelskir hermenn í Jerúsalem. AFP

Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur fordæmt ofbeldi ísraelskra lögreglumanna gegn ungum Bandaríkjamanni sem lögreglan hafði í haldi í austurhluta Jerúsalem í Ísrael. Breska ríkisútvarpið birti í gær myndskeið þar sem sést að ísraelskir lögreglumann slá ungan dreng ítrekað í höfuðið.

Drengurinn heitir Tariq Khdair og er aðeins fimmtán ára gamall. Ísraelska lögreglan heldur því fram að hann hafi verið á meðal mótmælenda sem hafa kastað grjóti og eldsprengjum í átt að lögreglumönnum undanfarna daga.

Khdair er frændi palestínska drengsins Mohammed Abu Khdair sem var brenndur lifandi í síðustu viku. Palestínumenn segja að hann hafi verið myrtur í hefndarskyni eftir að þremur ísraelskum drengjum, sextán og nítján ára gömlum, hafði verið rænt og þeir myrtir.

Mikið hefur verið um mótmæli í Jerúsalem undanfarna daga en þess er krafist að frændanum, Tariq Khdair, verði sleppt úr haldi.

Frétt mbl.is: Pilturinn var brenndur lifandi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert