Fordæma ofbeldi Ísraelsmanna

Ísraelskir hermenn í Jerúsalem.
Ísraelskir hermenn í Jerúsalem. AFP

Banda­ríska ut­an­rík­is­ráðuneytið hef­ur for­dæmt of­beldi ísra­elskra lög­reglu­manna gegn ung­um Banda­ríkja­manni sem lög­regl­an hafði í haldi í aust­ur­hluta Jerúsalem í Ísra­el. Breska rík­is­út­varpið birti í gær mynd­skeið þar sem sést að ísra­elsk­ir lög­reglu­mann slá ung­an dreng ít­rekað í höfuðið.

Dreng­ur­inn heit­ir Tariq Khda­ir og er aðeins fimmtán ára gam­all. Ísra­elska lög­regl­an held­ur því fram að hann hafi verið á meðal mót­mæl­enda sem hafa kastað grjóti og eld­sprengj­um í átt að lög­reglu­mönn­um und­an­farna daga.

Khda­ir er frændi palestínska drengs­ins Mohammed Abu Khda­ir sem var brennd­ur lif­andi í síðustu viku. Palestínu­menn segja að hann hafi verið myrt­ur í hefnd­ar­skyni eft­ir að þrem­ur ísra­elsk­um drengj­um, sex­tán og nítj­án ára göml­um, hafði verið rænt og þeir myrt­ir.

Mikið hef­ur verið um mót­mæli í Jerúsalem und­an­farna daga en þess er kraf­ist að frænd­an­um, Tariq Khda­ir, verði sleppt úr haldi.

Frétt mbl.is: Pilt­ur­inn var brennd­ur lif­andi

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert