Pútín getur verið hættulegur

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er harður í horn að taka …
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er harður í horn að taka og með þykkan skráp að sögn Clintons. AFP

Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í viðtali við þýskt dagblað að Vladimír Pútín Rússlandsforseti gæti verið hættulegur og að hann myndi ávallt setja eins mikinn þrýsting á aðra leiðtoga og hann kæmist upp með.

„Maður eins og Pútín mun ávallt reyna á þolmörkin. Hann reynir ávallt að kanna styrk annarra,“ sagði Clinton í samtali við þýska blaðið Bild am Sonntag. Hún bætti við að afstaða og viðbrögð Pútíns færu eftir styrkleika viðkomandi leiðtoga.

„Það verður að bregðast við yfirgangi hans í Úkraínu með samstilltu átaki Vesturveldanna,“ sagði hún í viðtalinu, sem er birt í tengslum við útgáfu bókarinnar Hard Choices.

„Ég tel að hann geti verið hættulegur,“ bætti hún við þegar hún svaraði spurningum um innlimun Rússa á Krímskaga og aðgerðir Rússa í austurhluta Úkraínu. 

Þá var hún spurð hvernig það hefði verið að takast á við Pútín. Clinton sagði að hann væri „harður í horn að taka og með þykkan skráp“.

Hún sagðist vera sammála lýsingu eins blaðamanns sem sagði að Pútín væri eins og „rússneskur kúreki“. „Já, einmitt – án eða í skyrtu,“ sagði hún kankvíslega.

Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsetafrú, ferðast nú um …
Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsetafrú, ferðast nú um heiminn við að kynna bók sína Hard Choices. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert