Myrti dóttur vegna gráts

AFP

Breskur faðir hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að myrða fimm vikna gamla dóttur sína. Dóttirin var að hágráta á meðan hann spilaði tölvuleik. Faðirinn, Mark Sandland, 28 ára, missti í kjölfarið stjórn á skapi sínu, tók dóttur sína upp og hristi hana harkalega með þeim afleiðingum að hún lést.

Hann sagði lögreglu að hann hefð fengið flogakast og misst meðvitund. Þegar hann rankaði við sér hefði hann legið ofan á barninu. Það hefði valdið dauða hennar.

Frétt BBC um málið.

Frétt Sky um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert