Hunsa vopnahlésákall og blóðbaðið heldur áfram

Ísraelar sem búa í borginni Sderot söfnuðust saman til að …
Ísraelar sem búa í borginni Sderot söfnuðust saman til að fylgjast með sprengjuregninu yfir Gaza í kvöld. AFP

Þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi beðið Ísraela og Hamasliða að leggja niður vopn þá heldur blóðbaðið áfram. 151 Palestínumaður liggur í valnum.

Dagurinn er sá mannskæðasti frá því Ísraelar hófu loftárásir á Gaza og Hamas hafa setið aukinn kraft í eldflaugaárásir frá Gaza-ströndinni yfir landamærin. Alls létust 46 Palestínumenn í dag en stór hluti þeirra sem hafa látist á Gaza undanfarna daga eru óbreyttir borgarar. Þar á meðal tugir barna. Enginn hefur látist í árásum Hamas á Ísrael.

Öryggisráðið biðlaði til þjóðanna tveggja í dag án árangurs og hafa stjórnvöld í Ísrael aukið enn við herafla sinn við landamæri Gaza-strandarinnar og hafa varað Palestínumenn sem búa á norðurhluta Gaza að yfirgefa heimili sín. Ekki kemur hins vegar fram í viðvöruninni hvert þeir geta farið. 

Meðal skotmarka Ísraelshers í dag voru miðstöð fyrir fatlaða og tveir frændur fyrrverandi forsætisráðherra Gaza, Ismail Haniya. Tvær fatlaðar konur létust í árásinni á miðstöðina og fjórir særðust, samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjóra miðstöðvarinnar. Hann segir að engin viðvörun hafi verið gefin út og að árásin hafi komið öllum að óvörum

Eldflaugum sem skotið var frá Gaza var beint að borgunum Jerúsalem og Tel Aviv.

Í kvöld hefur Ísraelsher beint vopnum sínum að Tuffahverfinu í austurhluta Gaza-borgar. Sextán eru látnir en skotmörkin voru íbúðarhús og moskur. Meðal þeirra sem særðust í kvöld er lögreglustjóri borgarinnar, Tayseer al-Batsh.

Hamas hóf stórskotahríð á Ísrael í kvöld eftir að hafa varað við því að til stæði að ráðast á Tel Aviv. Afar sjaldgæft er að Hamas gefi út slíka viðvörun. Þremur flaugum, sem var beint að Jerúsalem, drifu ekki nægjanlega langt og lentu í Hebron og Betlehem. Ekki hafa borist fregnir af því að þær hafi valdið manntjóni. 

Forseti Egyptalands,  Abdel Fatah al-Sisi, og ríkisstjórn hans hafa reynt án árangurs að miðla málum. Sisi átti í dag fund með Tony Blair samningamanni í málefnum Miðausturlanda og fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, í Kaíró í dag þar sem þeir ræddu vandann fyrir botni Miðjarðarhafs. Sisi varar við því að átökin gætu breiðst út sem myndi þýða það eitt að fleiri óbreyttir borgarar myndu týna lífi. 

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur boðið fram aðstoð Bandaríkjanna við samningaborðið og verða málefni Palestínu og Ísrael helsta umræðuefni á fundi stjórnarerindreka Breta, Frakka, Þýskalands og Bandaríkjanna í Vínarborg á morgun. 

Utanríkisráðherra Ítalíu, Federica Mogherini, stefnir á að heimsækja Ísrael og Palestínu, bæði Vesturbakkann og Gaza-strönd, í næstu viku sem og Egyptaland.

En þrátt fyrir vilja alþjóðasamfélagsins virðist lítill vilji vera meðal ráðamanna í Ísrael og Gaza til þess að ná samkomulagi um að endurnýja vopnahlé sem hefur gilt frá loka nóvember fyrir tveimur árum. 

Eldflaug skotið frá Gaza til Ísrael í kvöld.
Eldflaug skotið frá Gaza til Ísrael í kvöld. AFP
Horft yfir Gaza síðdegis.
Horft yfir Gaza síðdegis. AFP
Ísraelskt herskip við strönd Gaza.
Ísraelskt herskip við strönd Gaza. AFP
Ísraelar fylgjast með
Ísraelar fylgjast með AFP
Palestínsku slökkviliðsmaður - Ísraelar sprengdu vöruhús Sameinuðu þjóðanna í Gazaborg …
Palestínsku slökkviliðsmaður - Ísraelar sprengdu vöruhús Sameinuðu þjóðanna í Gazaborg í dag. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert