Læknirinn var drukkinn á vakt

Lækn­ir á sjúkra­húsi í Svíþjóð er grunaður um al­var­leg mis­tök í starfi eft­ir að hafa mætt í vinn­una á föstu­dag­inn og unnið í nokkr­ar klukku­stund­ir á bráðamót­töku und­ir áhrif­um áfeng­is og jafn­vel lyfja.

Það voru vinnu­fé­lag­ar hans sem sáu að ekki var allt með felldu hjá lækn­in­um sem var á vakt á bráðamót­töku á föstu­dags­kvöldið. Þeir ákváðu að taka blóðprufu úr lækn­in­um og reynd­ist hann vera ölvaður, sam­kvæmt frétt Expressen. Talsmaður lög­regl­unn­ar í Vestra Gautlandi (Västra Göta­land) seg­ir að talið sé að lækn­ir­inn hafi einnig verið dópaður.

Faðir átta mánaða gam­all­ar stúlku neydd­ist til þess að láta flytja barnið á annað sjúkra­hús eft­ir að lækn­ir­inn skrifaði upp á rang­an lyfja­skammt fyr­ir barnið. 

Faðir­inn seg­ir í sam­tali við Expressen að lækn­ir­inn hafi ít­rekað ruglað dótt­ur hans sam­an við ann­an sjúk­ling og virt­ist engu skipta ábend­ing­ar for­eldra um mis­tök, orðin fóru inn um annað eyrað og út um hitt.  Síðar baðst yf­ir­lækn­ir sjúkra­húss­ins af­sök­un­ar og fylgd­ist sjálf­ur með því að litla stúlk­an fengi viðeig­andi lyf. Hef­ur verið haft sam­band við alla þá sem leituðu á bráðamót­tök­una þetta kvöld og kannað með líðan þeirra. Svo virðist sem eng­um hafi orðið meint af heim­sókn­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka