„En við erum fórnarlömbin“

Sameinuðu þjóðirnar hafa breytt skóla sínum í neyðarskýli í Gaza-borg
Sameinuðu þjóðirnar hafa breytt skóla sínum í neyðarskýli í Gaza-borg AFP

Ef yf­ir­völd á Gaza-svæðinu fall­ast ekki á vopna­hlé munu Ísra­el­ar stór­auka árás­ir sín­ar á svæðið, seg­ir Benjam­in Net­anya­hu, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els. Árás­irn­ar hafa haft gríðarlega eyðilegg­ingu í för með sér og líkt og venju­lega í stríðum eru það al­menn­ir borg­ar­ar sem blæðir. 

„Ef Ham­as fellst ekki á vopna­hléstil­boðið – og þannig lít­ur það út núna – munu Ísra­el­ar hafa lög­mæt­an alþjóðleg­an rétt á að auka hernað sinn (á Gaza) til þess að koma á nauðsyn­legri ró,“ sagði Net­anya­hu á sam­eig­in­leg­um blaðamanna­fundi með ut­an­rík­is­ráðherra Þýska­lands, Frank-Walter Stein­meier, í Tel Aviv.

Alls eru 192 Palestínu­menn látn­ir síðan Ísra­els­her hóf loft­árás­ir á Gaza fyr­ir viku. Eng­inn Ísra­eli hef­ur lát­ist í árás­um hernaðararms Ham­as en fjór­ir eru al­var­lega slasaðir. Yfir fjórðung­ur þeirra sem hafa lát­ist á Gaza eru börn.

Um eitt þúsund heim­ili hafa eyðilagst í árás­un­um á Gaza og meðal þeirra er heim­ili yf­ir­lækn­is á stærsta sjúkra­hús­inu á Gaza, dr. Nass­er Tatar. Í sam­tali við Guar­di­an lýs­ir hann því þegar hann kom heim til fjöl­skyldu sinn­ar á sunnu­dags­kvöldið eft­ir að hafa ekki komið heim úr vinn­unni í heila viku. Ekki hafi verið hægt að yf­ir­gefa sjúkra­húsið, sem sé yf­ir­fullt af slösuðu fólki eft­ir árás­irn­ar. Hann seg­ir að hringt hafi verið í frænda hans með tíu mín­útna fyr­ir­vara og hon­um til­kynnt að það ætti að sprengja hús lækn­is­ins. 

„Ég fór með fjöl­skyld­una með hraði og varaði ná­granna mína við. Síðan skutu þeir eld­flaug á hús mitt og nokkr­um sek­únd­um síðar ann­arri,“ seg­ir Tatar. 

Hann skil­ur ekki hvers vegna árás­um sé beint að hon­um og fjöl­skyldu hans. „Ég hef verið lækn­ir í 30 ár. Í fyrstu sem hjarta­sér­fræðing­ur, síðan sem yf­ir­maður hjarta­deild­ar og svo sem yf­ir­maður sjúkra­húss­ins. Ég hef reynt að finna út hvers vegna þetta gerðist en ég hef  ekki fengið nein svör.“

Árið 2008 flúði Umm Sam­er Mar­ouf Gaza-svæðið eft­ir að Ísra­el­ar sprengdu upp hús fjöl­skyldu henn­ar og jarðarberja­ak­ur henn­ar, sem þýddi að hún varð skuld­um vaf­in. Nú hef­ur hún ásamt sjö börn­um sín­um flúið á ný, sam­kvæmt frétt New York Times. Nú er það hálf­byggt hús þeirra sem hún ef­ast um að fjöl­skyld­an nái að ljúka við áður en það verður eyðilagt í sprengjuregni.

„Þeir ættu að drepa okk­ur öll í eitt skipti fyr­ir öll eða kom­ast að sam­komu­lagi í stað þess að skjóta á okk­ur á tveggja ára fresti,“ sagði Mar­ouf þar sem hún ræddi við blaðamann NYT í skóla Sam­einuðu þjóðanna í Gaza-borg. Búið er að breyta skól­an­um í neyðar­at­hvarf fyr­ir íbúa Gaza og hafa all­ir ná­grann­ar Mar­ouf fengið skjól í skól­an­um. Yfir 17 þúsund íbú­ar í norður­hluta Gaza hafa þurft að yf­ir­gefa heim­ili sín frá því að árás­irn­ar hóf­ust hinn 8. júlí.

Tengda­son­ur Mar­oufs, fjög­urra barna faðir, missti fót að hluta og þjá­ist af inn­vort­is blæðing­um eft­ir árás Ísra­ela á laug­ar­dag. Hann var á leið til vinnu í versl­un á Gaza þegar árás­in var gerð. Þetta er ein­ung­is brot af því sem þessi fjöl­skylda hef­ur þurft að þola í ár­anna rás, en frá fæðingu ólst Mar­ouf upp í skugga ótta og óvissu.

Hún sak­ar Ísra­ela, Ham­as og Fatah um að bera ábyrgð á stöðu íbúa Gaza, þar sem ekki hafi tek­ist að koma á var­an­leg­um friði. Hún seg­ist held­ur ekki hata skæru­liða úr hernaðar­armi Ham­as því að þeir séu að reyna að verja íbú­ana. „En við erum fórn­ar­lömb­in,“ seg­ir Mar­ouf. „Lokuð inni á all­ar þrjár hliðar.“

AFP
AFP
Fjórðungur þeirra sem hafa látist á Gaza eru börn.
Fjórðung­ur þeirra sem hafa lát­ist á Gaza eru börn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert