Þremur sprengjum skotið frá Gaza

Skiðrdrekar við landamæri Ísraels og Gaza.
Skiðrdrekar við landamæri Ísraels og Gaza. AFP

Þremur sprengjum var varpað frá Gaza og til Ísraels nú í morgun, tveimur tímum eftir að fimm tíma vopnahlé hófst.

Sprengjurnar höfnuðu í Eshkol, sem er á landamærunum suður af Gaza, samkvæmt upplýsingum ísraelska hersins. Herinn telur Hamas-liða hafa verið að verki en gefa ekki frekari upplýsingar um árásina. Engar fregnir hafa borist af mannfalli eða skemmdum. Hamas hefur ekki tjáð sig um árásina. 

Vopnahlé átti að standa milli kl. 7 í morgun og hádegis að íslenskum tíma. 

Frá því að loftárásir Ísraelshers hófust á Gaza þann 8. júlí hafa 230 Palestínumenn fallið, þeirra á meðal mörg börn, og einn Ísraeli. 

Herinn hefur gert yfir 1.750 árásir á Gaza, aðallega loftárásir, að sögn ísraelska hersins. Þá hefur um 1.400 flugskeytum verið skotið frá Gaza og hafa 1.048 þeirra lent í Ísrael.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert