Horfa á sprengingar og borða popp

Myndin sem sýnir Ísraelsmennina horfa á sprengingarnar.
Myndin sem sýnir Ísraelsmennina horfa á sprengingarnar. Skjáskot af Twitter

Mynd sem sýn­ir stór­an hóp Ísra­els­manna fylgj­ast með sprengjuregn­inu í Gaza og borða popp hef­ur nú farið eins og eld­ur í sinu um in­ter­netið. Sá sem tók mynd­ina er danski blaðamaður­inn All­an Søren­sen sem starfar fyr­ir kristi­legt dag­blað í Mið-Aust­ur­lönd­um. 

Søren­sen tók mynd­ina í bæn­um Sderot sem er í Suður-Ísra­el og birti á Twitter-síðu sinni. Þar lýsti hann aðstæðum og kallaði mynd­ina „Bíó í Sderot“. Jafn­framt sagði hann að í hvert skipti sem heyrðist í spreng­ingu á Gaza klappaði fólkið.

Mynd­in vakti hörð viðbrögð og hef­ur henni verið deilt út um all­an heim. Einnig hef­ur hún birst í banda­rísku út­gáfu Huff­ingt­on Post, The In­depend­ent, The Jeru­salem Post, Russia Today og Al Ar­ab­iya. 

Sam­kvæmt frétt Politiken hef­ur Søren­sen fengið mikið af skila­boðum út af mynd­inni og hafa þau verið hat­urs­full gagn­vart báðum hliðum deil­unn­ar. Hann tjáði sig um mynd­ina í fyrra­dag á sam­fé­lags­miðlum:

„Mynd­in mín sem sýn­ir Ísra­els­menn fagna spreng­ing­un­um í Gaza hef­ur valdið sterk­um viðbrögðum. Það sýn­ir að ekk­ert er verra fyr­ir Ísra­els­menn og Palestínu­menn held­ur en að sjá sína eig­in speg­il­mynd og kom­ast að því að óvin­ur­inn horf­ir beint í aug­um á þeim. Ég hef fengið fjöld­ann all­an af hat­urs­full­um skila­boðum. Í sum­um þeirra er mér úthúðað en að mestu er Ísra­els­mönn­um og Palestínu­mönn­um úthúðað fyr­ir hvað þeir gera hvor­ir öðrum,“ seg­ir Søren­sen meðal ann­ars.

Að mati Søren­sen er það ekk­ert nýtt að fólki Ísra­el og Palestínu fagni árás­um á hvort annað og velt­ir því fyr­ir sér af hverju mynd­in hans hafi vakið svona mikla at­hygli. Teng­ir hann at­hygl­ina við þá staðreynd að þessi löngu átök hafa orðið til þess að fólkið lít­ur ekki hvert á annað sem mann­eskj­ur. Það er þess vegna sem fólkið get­ur horft á og borðað popp á meðan annað fólk er að missa heim­ili sín og jafn­vel líf í sprengi­árás­um.

Tíst Søren­sen má sjá hér að neðan.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert