Myndband af MH17 að hrapa?

Myndband gengur nú sem eldur um sinu á netinu af því sem sagt er vera Boeing 777-200 farþegaþota malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines hrapa í Úkraínu fyrr í dag. Ekki er hægt að sannreyna að um hrapið sé að ræða en ef miðað er við önnur myndbönd af reyknum sem steig upp þá er það ekki ósennilegt.

Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum um víða veröld í dag hrapaði flug MH17, sem átti að vera frá Amsterdam til Kuala Lumpur. In­terfax seg­ir að vél­in hafi verið í um 10 km hæð, 33 þúsund fet­um, er hún var skot­in niður með flug­skeyti, svo­kölluðu BUK, í aust­ur­hluta Úkraínu.

Hér að neðan má sjá myndbandið: 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert