Ísraelar hefja sókn á landi

Ísraelskir hermenn horfa yfir Gaza í dag.
Ísraelskir hermenn horfa yfir Gaza í dag. AFP

Ísraelsher hefur hafið landhernað á Gaza gegn Hamas-samtökunum. Segir herinn þessa auknu sókn koma í kjölfar ítrekaðra flugskeytaárása frá Hamas. Fimm klukkustundavopnahléi lauk á svæðinu um hádegi í dag að íslenskum tíma. Um 230 Palestínumenn hafa nú þegar fallið í átökunum og einn Ísraelsmaður. 

Í frétt BBC segir að meðal þess sem verði gert í hernaðaraðgerð á jörðu niðri sé að eyðileggja göng sem Hamas-liðar nota til að komast inn í Ísrael. 

Ísraelsher hefur gert 1.960 loftárásir á Gaza frá 8. júlí. Hamas hafa að sama skapi skotið 1.380 eldflaugum að Ísrael.

Sameinuðu þjóðirnar segja að í það minnsta 1.370 heimili hafi verið eyðilögð í árásunum á Gaza og að 18 þúsund manns hafi þurft að yfirgefa heimili sín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert