298 um borð - 173 Hollendingar

00:00
00:00

Nú hef­ur Malaysi­an Air­lines staðfest að 298 voru um borð í farþegaþot­unni sem skot­in var niður í Úkraínu. Um borð voru 173 Hol­lend­ing­ar, 44 Malasar, 27 Ástr­al­ar, 12 Indó­nes­ar, 9 Bret­ar, 4 Þjóðverj­ar, 4 Belg­ar, 3 Fil­ipps­ey­ing­ar, 1 Ný­sjá­lend­ing­ur og einn Kan­adamaður. Enn hef­ur ekki verið upp­lýst um þjóðerni allra farþeg­anna.

Öll áhöfn­in var frá Malas­íu. Þegar hef­ur 121 lík fund­ist á slysstað.

Í frétt Reu­ters kem­ur fram að flug­fé­lagið vinni nú að því að leyfa ætt­ingj­um hinna látnu að koma á slysstað í Úkraínu. Í morg­un veittu aðskilnaðarsinn­ar á svæðinu úkraínska hern­um loks að koma á svæðið.

Þá grein­ir Fin­ancial Times að því að báðir flug­rit­ar vél­ar­inn­ar séu nú fundn­ir.

Malasísk stjórn­völd ætla að senda sex­tíu manna teymi ham­fara­sér­fræðinga á slysstaðinn. 

„Rúss­arn­ir eru bún­ir að vera. Þetta er alþjóðleg­ur glæp­ur sem ætti að rann­saka af alþjóðadóms­stóln­um í Haag,“ sagði for­sæt­is­ráðherra Úkraínu, Arsenij Jat­senjúk, sem ræddi við blaðamenn á fundi í Kænug­arði í morg­un. 

Vél­in var á leið frá Amster­dam til Kuala Lump­ur. Hún var skot­in niður í aust­ur­hluta Úkraínu, um 50 kíló­metr­um frá rúss­nesku landa­mær­un­um.

Flaggað í hálfa stöng á þinghúsinu í Hollandi.
Flaggað í hálfa stöng á þing­hús­inu í Hollandi. AFP
Unnið að slökkvistarfi við flak vélarinnar í Úkraínu í nótt.
Unnið að slökkvi­starfi við flak vél­ar­inn­ar í Úkraínu í nótt. AFP
Eldur logaði enn í flakinu í nótt.
Eld­ur logaði enn í flak­inu í nótt. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert