Nú hefur Malaysian Airlines staðfest að 298 voru um borð í farþegaþotunni sem skotin var niður í Úkraínu. Um borð voru 173 Hollendingar, 44 Malasar, 27 Ástralar, 12 Indónesar, 9 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar, 1 Nýsjálendingur og einn Kanadamaður. Enn hefur ekki verið upplýst um þjóðerni allra farþeganna.
Öll áhöfnin var frá Malasíu. Þegar hefur 121 lík fundist á slysstað.
Í frétt Reuters kemur fram að flugfélagið vinni nú að því að leyfa ættingjum hinna látnu að koma á slysstað í Úkraínu. Í morgun veittu aðskilnaðarsinnar á svæðinu úkraínska hernum loks að koma á svæðið.
Þá greinir Financial Times að því að báðir flugritar vélarinnar séu nú fundnir.
Malasísk stjórnvöld ætla að senda sextíu manna teymi hamfarasérfræðinga á slysstaðinn.
„Rússarnir eru búnir að vera. Þetta er alþjóðlegur glæpur sem ætti að rannsaka af alþjóðadómsstólnum í Haag,“ sagði forsætisráðherra Úkraínu, Arsenij Jatsenjúk, sem ræddi við blaðamenn á fundi í Kænugarði í morgun.
Vélin var á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur. Hún var skotin niður í austurhluta Úkraínu, um 50 kílómetrum frá rússnesku landamærunum.