Aðskilnaðarsinnar að öllum líkindum að verki

00:00
00:00

Malasíska farþegaþotan var að öll­um lík­ind­um skot­in niður af aðskilnaðar­sinn­um í aust­ur­hluta Úkraínu. CNN seg­ir þetta bráðabirgðaniður­stöðu grein­ing­ar banda­rískra rann­sókn­araðila. Hef­ur sjón­varps­stöðin þetta eft­ir ónafn­greind­um heim­ild­ar­manni inn­an varn­ar­málaráðuneyt­is­ins. Niðurstaða grein­ing­ar­inn­ar bend­ir til að upp­reisn­ar­menn­irn­ir hafi talið sig vera að skjóta á frakt­vél úkraínska hers­ins.

AFP-frétta­stof­an hef­ur einnig fengið þetta staðfest, en heim­ild­armaður þeirra ít­rek­ar að um bráðabirgðaniður­stöðu sé að ræða. Telja banda­rísku sér­fræðing­arn­ir að um BUK-flug­skeyti hafi verið að ræða. Sprengj­urn­ar eru fram­leidd­ar í Rússlandi og notaðar bæði af Úkraínu­her og aðskilnaðar­sinn­um. Hins veg­ar hef­ur verið staðfest að upp­reisn­ar­menn­irn­ir í aust­ur­hluta Úkraínu hafi fengið slík flug­skeyti í hend­ur aðeins nokkr­um klukku­stund­um áður en skotið var á vél­ina af jörðu niðri.

Malaysi­an Air­lines hef­ur nú staðfest að 189 Hol­lend­ing­ar voru meðal farþega í vél­inni. 298 voru um borð, þar af fimmtán manna áhöfn frá Malas­íu. Átta­tíu börn voru um borð. All­ir eru tald­ir af.

181 lík hef­ur fund­ist við flak vél­ar­inn­ar.

Aðskilnaðarsinn­ar, sem vilja að aust­ur­hluti Úkraínu verði hluti af Rússlandi, veittu loks í morg­un úkraínska hern­um aðgang að slysstaðnum.

„Hryðju­verka­menn hafa drepið næst­um 300 manns með einu skoti,“ sagði for­seti Úkraínu, Petro Porosj­en­kó í dag. Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, held­ur hinu gagn­stæða fram og seg­ir sök­ina liggja hjá úkraínsk­um stjórn­völd­um sem hafi hert aðgerðir sín­ar á svæðinu að und­an­förnu.

189 Hollendingar voru um borð í vélinni. Þeirra er nú …
189 Hol­lend­ing­ar voru um borð í vél­inni. Þeirra er nú minnst víða um Hol­land. AFP
Brak á slysstað.
Brak á slysstað. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert