Barði kynferðisbrotamann til óbóta

Frolander eftir meðferð nágranna síns.
Frolander eftir meðferð nágranna síns. Mynd/Daytona Beach Police dept.

35 ára gamall faðir á Daytona Beach í Flórída í Bandaríkjunum fékk nágranna sinn, Raymond Frolander, til þess að passa 11 ára gamlan son sinn. Þegar faðirinn kom heim um kvöldið var Frolander að misnota soninn kynferðislega. Án frekari málalenginga barði faðirinn Frolander til óbóta. 

Við lögreglurannsóknina sagðist faðirinn ekki hafa sagt neitt við hinn 18 ára Frolander heldur ráðist á hann um leið og hann kom að þeim. Við rannsóknina kom einnig í ljós að Frolander hefur misnotað drenginn í nokkur ár. Verður faðirinn ekki ákærður fyrir árásina en Frolander hefur játað glæp sinn í yfirheyrslum hjá lögreglunni. 

Sjá frétt Daytona News

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert