Köfnuðu útfrá eiturgufum

Flóttamenn frá Afríku reyna margir hverjir að komast yfir til …
Flóttamenn frá Afríku reyna margir hverjir að komast yfir til Evrópu í gegnum Líbíu. AFP

Ítalskar og maltverskar björgunarsveitir fundu 18 lík á yfirfullum innflytjendabáti í dag. Einn einstaklingur til viðbótar lést á meðan björgunaraðgerðum stóð. Samkvæmt yfirvöldum er talið er að fólkið hafi kafnað útfrá eiturgufum sem komu úr vél bátarins. 

Dansk skip suður af ítölsku eyjunni Lampedusa varð fyrst var við bátinn en áætluð siglingarleið bátsins var frá Líbíu til Möltu. Báturinn er gerður úr við og um 25 metra langur. 

Maltverski herinn var strax látinn vita og bað um aðstoð frá ítölsku landhelgisgæslunni við að bjarga fólkinu frá bátnum. 

Tveir innflytjendanna voru fluttir með þyrlu á sjúkrahúsið í Palermo á Sikiley. Ástand þeirra er alvarlegt. Þeir sem lifðu af verða teknir til Ítalíu en lík þeirra sem létust munu koma til Möltu á morgun. 

Hundruðir fólks hættir lífi sínu í hverri viku við það að reyna að sigla frá Norður-Afríku til Evrópu. Til að mynda er talið að 41 manns hafi farist á fimmtudaginn er bátur, sem var á leiðinni frá Líbíu, sökk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert