Vill herða refsiaðgerðir gegn Rússum

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Dav­id Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, viðrar þá skoðun sína í sunnu­dagsút­gáfu Times að herða beri refsiaðgerðir gegn Rúss­um í kjöl­far þess að malasísk farþegaþota var skot­in niður í Úkraínu. Hann seg­ir að ef það verði staðfest að aðskilnaðarsinn­ar hliðholl­ir Rúss­um hafi skotið hana niður beri rúss­nesk stjórn­völd ábyrgðina.

„Ef það er staðreynd þá verðum við að hafa á hreinu þýðing­una. Þetta er bein af­leiðing þess að Rúss­ar reyna að veikja stoðir lýðræðis­rík­is og brjóta gegn alþjóðlegri stöðu þess, styðja við upp­reisn­ar­menn, þjálfa þá og af­henda þeim vopn,“ seg­ir Ca­meron í grein sinni. „Við verðum að grípa til aðgerða, finna út hver vann þetta óhæfu­verk og ná fram rétt­læti.“

Ca­meron seg­ir einnig að ef Vla­dimir Pútín Rúss­lands­for­seti breyti ekki af­stöðu sinni til Úkraínu verði Evr­ópa og Banda­rík­in að breyta af­stöðu sinni til Rúss­lands. „Þá á ég ekki við bein­ar hernaðaraðgerðir held­ur að við verðum að sýna að völd okk­ar, áhrif og úrræði hafi eitt­hvað að segja.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert